fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 08:01

Kristján Berg Ásgeirsson, Fiskikóngurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson, oft kenndur við Fiskikónginn, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn varðandi það hvað hann ætlar að kjósa. Hann muni þó fylgjast vel með því hvernig næstu dagar þróast. Eitt mál er honum hugleikið.

„Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda haus og ekki skíta uppá bak í komandi kosningum þá þarf flokkurinn að leyfa hvalveiðar,” segir Kristján í pistli á Facebook-síðu sinni.

Ekki sami flokkur og hann var

„Ég tala við mikið af fólki og flokkurinn hefur dalað mikið í fylgi. Þetta er alls ekki sami flokkurinn og hann var. Flokkurinn þarf að þora að standa í lappirnar og taka erfiðar ákvarðanir, óvinsælar ákvarðanir,“ segir hann en eins og Kristján bendir á hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt í vök að verjast í skoðanakönnunum og margt sem bendir til þess að hann fái sögulega lélegt fylgi í komandi kosningum.

Kristján er þeirrar skoðunar að þessar óvinsælu ákvarðanir styrki flokkinn fyrir grjótharða stuðningsmenn hans. „Og það er það sem skiptir öllu máli, án fylgismanna þá verður enginn flokkur. Sama er með verslanir, án viðskiptavina, þá er engin rekstur.“

Þá fyrst verður fylgishrun

Kristján bendir á að Ísland sé lítið land og allir séu vinir einhvers – hvert sem litið er sé spilling eða vinargreiði í einhverju formi. Sjálfur hafi hann það móttó í lífinu að versla við þau fyrirtæki eða aðila sem versla við hann og hans fyrirtæki. „Kallast það spilling eða vinargreiði?“

Kristján segir einnig mikilvægt að átta sig á því að við kjósum fólk sem við þekkjum og treystum fyrir því sem það segist standa fyrir og stendur við orð sín.

„Ef flokkurinn leyfir ekki þessar hvalveiðar og það fyrir kosningar þá verður fyrst fylgishrun. Ég persónulega er hvorki með eða á móti hvalveiðum, en hef heyrt frá sjómönnum landsins að það er hvalur ALLS STAÐAR og hann étur mikinn fisk frá okkur,“ segir Kristján sem segir að það ætti ekki að saka að „veiða nokkra hvali“ eins og hann orðar það. Hann segist munu fylgjast vel með atburðarásinni næstu daga og segir tvo möguleika vera í stöðunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Tapa með reisn eða sigra fyrir sína fylgjendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máttu safna og skrá persónuupplýsingar barns íslensks diplómata

Máttu safna og skrá persónuupplýsingar barns íslensks diplómata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf