fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jörgen Ingimar Hansson segir að svo erfitt sé að knýja fram sakfellingu yfir nauðgurum að í reynd sé nauðgun nánast refsilaus glæpur. Þetta kemur fram í aðsendri grein Jörgens á Vísir.is. Höfundur er rekstrarverkfræðingur en hefur rannsakað dómskerfið í frítíma sínm og sendi í fyrra frá sér bókina Rétt­læti hins sterka – ádeila á dóms­kerfið og Alþingi.

Í grein sinni fer Jörgen í gegnum það hve lágt hlutfall kærðra nauðgana leiði til sakfellingar. Rannsókn mála sé áfátt og dragist oft úr hófi fram. Hann segir:

„Gjarnan er sagt að ekki megi dæma saklausan sekan en á hinn bóginn virðist litlu máli skipta hvort sá sem brotið er á nái rétti sínum, ekki einu sinni hvort hanngeti staðið almenni­lega uppréttur eftir. Í lögunum virðist stefnan að skárra sé að hundruðir kærenda fái ekki sanngjarna dómsniðurstöðu en að einn ákærðra fái rangan dóm.

Það orð liggur á að sá sem ákærður er um nauðgun vinni öll dómsmál.“

Jörgen segir ennfremur:

„Eðli nauðgunarmálanna er að þær eru yfirleitt alltaf framdar við að­stæð­ur þar sem einungis eru til staðar gerand­inn og fórnarlambið. Yfirleitt er ekki um að ræða nein vitni eða réttarfarsleg gögn sem algjörlega sanna brotið eða afsanna. Sam­kvæmt því sem ég hef getað lesið mér til um sýknur í nauðgunarmálum, þar sem málavöxtum er lýst, hefur mér jafn­vel fundist með ólíkindum að hinn ákærði skuli ekki hafa ver­ið sakfelld­ur.“

Jörgen segir að ástandið sé þannig að nauðgun sé allt að því refsilaus glæpur. Þess vegna hafi hópur kvenna gripð til þess neyðaúrræðis að reyna að útiloka menn sem ásakaðir eru um nauðganir frá samfélaginu. Ástæðan fyrir þessu ástandi sé sú að „dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega. Dómskerfið og Alþingi virðast nán­ast hafa sagt sig frá svona málum með þeim afleiðingum að nauðganir eru allt að því refsilausar.“

Jörgen segir að kastað sé til höndum til verka bæði af hálfu lögreglu og ákæruvalds þegar kemur að nauðgunarmálum og sem dæmi um það þá geti tekið marga mánuði eða ár að taka skýrslu á manni sem kærður er fyrir nauðgun. Því lengra sem liðið er frá atburðinum því erfiðara er að upplýsa málið. Sönnunarbyrðin sé þung sem setur hinn kærða í góða stöðu. Jörgen segir síðan:

„Trúir því annars einhver að stúlkur ljúgi upp sök í þessum málum í ef til vill 97- 98% tilfella? Ætli það kæmi ekki að meðaltali heilmikið réttari niðurstaða ef kast­að væri upp um niðurstöðuna en að dómararnir kvæðu upp dóm.“

Greinina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Í gær

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Í gær

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins