fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 09:03

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint út sagt ótrúlegt veður hefur verið á landinu síðastliðinn sólarhring og mældist til dæmis 22,9 stiga hiti á Sauðanesi við Ólafsfjarðarveg í Múla skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi.

„Hitatölurnar norðaustanlands hefðu sómt sér vel 11. júlí síðdegis einhvern góðviðrissumardaginn. En þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu Bliku.

Hann segir að skjót yfirferð leiði í ljós að hitinn í gærkvöldi hafi komist í 20 stig á ekki færri en átta veðurstöðvum norðaustanlands. Það verður áfram milt í veðri fyrir norðan í dag og á Akureyri verður til dæmis 14 stiga hiti og heiðskírt klukkan 10.

Þó er vakin athygli á því á vef Veðurstofunnar að hvasst verður í veðri og taka gular viðvaranir gildi í mörgum landshlutum í dag vegna sunnan hvassviðris eða storms.

Á Norðurlandi eystra tekur til dæmis gul viðvörun gildi um miðjan dag og má búast við suðvestan 15 til 23 metrum á sekúndu og vindhviðum yfir 35 metra á sekúndu við fjöll. Viðvörunin er í gildi fram til klukkan 18 annað kvöld.

Gular viðvaranir taka einnig gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Austurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu þar sem varasamt ferðaveður verður seinni partinn í dag og fram á morgundaginn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu