fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Eldræða Davíðs Þórs í Silfrinu í gærkvöldi vekur athygli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 08:57

Séra Davíð Þór Jónsson. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi, var gestur í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi þar sem heilbrigðismálin voru meðal annars til umræðu.

Í settinu voru einnig þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi VG í Reykjavík norður og Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu kom meðal annars til umræðu og var Davíð Þór var ómyrkur í máli þegar hann ræddi almennt um stöðu mála.

„Einkarekin heilbrigðisþjónusta samræmist ekki grunnhugsjónum Sósíalista og ég er ekki að segja neinum neinar fréttir með því. Það er ekkert langt síðan það var ókeypis að fara á heilsugæslu og hitta lækni. Sú er ekki staðan lengur. Nú þarf að borga komugjöld og það þarf að bíða mun lengur eftir fá tíma hjá lækni. Þannig að hvað það varðar þá erum við ekki á réttri leið í heilbrigðiskerfinu þó ég fagni auðvitað byggingu nýs sjúkrahúss og þar fram eftir götunum,“ sagði Davíð Þór sem nefndi svo dæmi sem hann kvaðst þekkja til sjálfur.

„Ég veit um dæmi þess að fólk – og jafnvel börn – hafi dáið á biðlistum eftir að fá inni á spítölum af því það var ekki pláss fyrir þau. Ég vil ekki búa í samfélagi þar sem ekki er pláss fyrir veik börn á spítala með þeim afleiðingum að það kostar þau lífið. Hvað varðar markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu þá finnst mér hún mjög, mjög, mjög varhugaverð vegna þess að hún þjónar ekki því sem Willum var að tala um hér áður, að mínum dómi, því að jafna aðgengi. Öryrkinn sem kemur í kirkjuna og biður um ölmusu til að þurfa ekki að vera svangur síðustu dagana því að óvæntur lyfjakostnaður setti fjárhaginn úr lagi,“ sagði Davíð áður en Willum skaut inn í að það væri þak á honum. Davíð Þór hélt áfram:

„Hún lenti reyndar í stappi við Tryggingastofnun með kvittanir og annað slíkt. En engu að síður þarna var kona sem átti ekki fyrir mat því hún þurfti að punga út fyrir lyfjum og gekk illa að fá það endurgreitt. Það kostar X mikið að fá læknisþjónustu, jafnvel þó við segjum að þetta sé ekki veruleg fjárhæð þá er þetta veruleg fjárhæð eins og fyrir þessa konu. Þetta er veruleg fjárhæð fyrir mann á lágmarkslaunum sem samt sem áður þessi ríkisstjórn gerir að greiða 65 þúsund krónur í skatt í hverjum einasta mánuði. Það er ekkert langt síðan lægstu laun í þessu landi voru skattfrjáls og persónuafsláttur var miðaður við það. Á sama tíma sjáum við skatta á hæstu laun lækkaða,“ sagði Davíð sem endaði ræðu sína á þessum orðum:

„Við þurfum að horfa á þetta í miklu víðara samhengi heldur en að hugsa bara um heilbrigðismálin, við þurfum að hugsa um velferðarkerfið okkar í heild og horfa gagnrýnum augum á það hvernig það hefur verið molað niður og holað að innan, hvernig það hefur verið veikt og vanrækt og við erum að fá það í hausinn núna. Það hefur verið jafnt og þétt vegið að því og það hefur verið veikt. Af hverju þarf ég að borga núna fyrir að fá lækni sem var ókeypis áður? Það er veiking á félagslegu öryggisneti og af hverju þarf ég að bíða þrisvar fjórum sinnum lengur en áður?“

Willum Þór reyndi að grípa fram í og nefndi að aðgengi hefði verið aukið til muna og þjónustan væri miklu fjölbreyttari. Við því sagði Davíð Þór:

„Það eykur ekki aðgengi að rukka alla um sömu krónutölu fyrir þjónustu, óháð því hvort þeir þurfi ölmusu til að lifa af eða séu með milljónir á mánuði í fjármagnstekjuskatt, útsvarsfrítt.“

Eldræða Davíðs hefur verið í töluverðri dreifingu á samfélagsmiðlum, Facebook til dæmis, og virðast margir taka undir með honum.

Hægt er að sjá Silfrið í heild sinni á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast