fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2024 07:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbragð Veðurstofu Íslands var virkað í nótt eftir að jarðskjálftahrina hófst í nótt á sama svæði og kvikugangar hafa myndast við Sundhnúkagíga.

Um 40 skjálftar mældust á svæðinu á milli Sýlingarfells og Stóra Skógfells á fjórða tímanum í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir í frétt RÚV að mesta virknin hafi gengið yfir á um það bil hálftíma. Var viðbragðið virkjað að hluta þar sem ekki var hægt að útiloka að kvikuhlaup gæti verið að hefjast.

Salóme segir í frétt mbl.is að þetta hafi litið grunsamlega út og hagað sér eins og byrjun kvikuhlaups. Mögulega hafi þetta verið kvikuinnskot sem stöðvaðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum rannsakar mál þar sem faðir hennar er á meðal kærðra

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum rannsakar mál þar sem faðir hennar er á meðal kærðra