fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Fær að vita hvað Hörður er með í laun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2024 12:30

Hörður Orri Grettisson er núverandi framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. en lætur af starfinu í lok árs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur komist að þeirri niðurstöðu að ónefndum einstaklingi skuli veittur aðgangur að upplýsingum um launakjör Harðar Orra Grettissonar framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. sem finna má í ráðningarsamningi hans. Er það niðurstaða nefndarinnar að allur almenningur eigi rétt á upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra félagsins og á það væntanlega einnig við um eftirmann Harðar Ólaf Jóhann Borgþórsson sem tekur við starfinu 1. janúar næstkomandi.

Viðkomandi kærði ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra til nefndarinnar. Í kærunni var vísað til þess að um væri að ræða tvo æðstu stjórnendur félags sem sé alfarið í eigu Vestmannaeyjabæjar og að bærinn gæfi upp launakjör æðstu embættismanna.

Í umsögn Herjólfs ohf. var vísað til þess að í fyrri málum hafi nefndin staðfest ákvarðanir félagsins um að synja beiðnum um aðgang að ráðningarsamningum starfsmanna.

Í niðurstöðu sinni segir úrskurðarnefnd um upplýsingamál lögaðila sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga bera skylda til þess að veita almenningi upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda. Þar sem nefndin hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri Herjólfs teljist til æðstu stjórnenda félagsins þá sé ljóst að almenningur eigi rétt á upplýsingum um launakjör hans.

Má bara vita launin

Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að kærandinn ætti ekki rétt á upplýsingum um kjör útgerðarstjóra Herjólfs þar sem hann teldist ekki til eins af æðstu stjórnendum félagsins. Var þá vísað til þess að í skýrslu félagsins um framkvæmd starfskjarastefnu kæmu fram upplýsingar um starfskjör framkvæmdastjóra og stjórnar og að félagið hafi ekki skilgreint hverjir teljist til annarra æðstu stjórnenda.

Það er niðurstaða nefndarinnar að kærandinn eigi ekki rétt á aðgangi að ráðningarsamningi Harðar í heild sinni. Var þá vísað til ákvæða upplýsingalaga um að almenningur eigi ekki rétt á gögnum um starfssamband einstakra starfsmanna við opinberan aðila sem viðkomandi starfar hjá.

Herjólfur ohf. skal hins vegar veita aðgang að þeim ákvæðum ráðningarsamningsins þar sem koma fram upplýsingar um launakjör framkvæmdastjórans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum