fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Stefán Einar hraunar yfir mótmælanda – „Hefur haldið íslensku samfélagi í heljargreipum ofbeldis“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2024 11:30

Stefán Einar Stefánsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður og hlaðvarpsstjóri hjá Morgunblaðinu, fer hörðum orðum um baráttukonuna Ragnheiði Kristínardóttur í pistli á Facebook-síðu sinni.

Tilefnið er fréttaviðtal Vísis við Ragnheiði þar sem hún neitar því að mótmælendur hafi reynt að trufla lögreglubíl í forgangsakstri um helgina.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina sagði að lögreglubíll sem var á leið á vettvang harðs áreksturs í hverfi 105 þegar mótmælendur hafi gengið í veg fyrir hann. Fólkið hafi gert það til að stöðva lögreglu. „Það er mikilvægt að gangandi og akandi vegfarendur virði lögreglu í forgangsakstri og hefti ekki för þeirra,“ sagði í tilkynningu lögreglu.

Ragnheiður segir hins vegar við Vísi:

„Við vorum að ganga yfir gangbraut yfir Kringlumýrarbrautina við Suðurlandsbraut á grænu ljósi. Þá kemur bíllinn mjög hratt upp að okkur, vissulega með ljósin í gangi.“

Rifjar upp fyrri uppákomur

Stefán fer hörðum orðum um Ragnheiði og segir hana halda samfélaginu í heljargreipum með mótmælaaðgerðum sínum:

„Hér má sjá viðtal í fyrstu athugasemd) við Ragnheiði Kristínardóttur sem árum saman hefur haldið íslensku samfélagi í heljargreipum ofbeldis sem hún reyndar kallar „mótmæli.“ Hefur hún meðal annars tekið þátt í uppnámi um borð í flugvél, sem eðli máls samkvæmt olli saklausu fólki miklum óþægindum og ótta.

Og nú staðfestir hún að lögreglubifreið hafi ekki komist leiðar sinnar, vegna þess að hún, og aðrir vinir hennar, töldu mikilvægt að gefa sér hálfa til eina mínútu til að ganga yfir gangbraut þar sem lögreglubifreið í forgangsakstri reyndi að komast í útkall.

Henni fannst það ekkert tiltökumál, enda bara lögreglubíll. Henni hefði þótt þetta horfa öðruvísi við ef um sjúkrabíl hefði verið að ræða.

Staðreyndin er sú að lögreglubílar eru einatt fyrstu bílar á vettvang þegar óhöpp hendir eða fólk verður fyrir bráðaveikindum. Það á til dæmis við um mál þar sem fólk fær hjartaáfall. Þar geta sekúndur skipt máli um hvort tekst að bjarga fólki.

Það er ömurlegt að sjá svona uppivöðsluseggi svara fullum hálsi þegar ljóst er að þeir hafa gengið alltof langt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi