fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Rússland er að missa tökin á Krím – Líklegt að stolt Pútíns verði skotmarkið innan skamms

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. október 2024 07:00

Mynd sem sýnir skemmdir eftir árás á Kerch-brúna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kerch-brúin, sem tengir Krímskaga við rússneska meginlandið, er upplagt skotmark fyrir Úkraínumenn og ekki er útilokað að árás á hana sé yfirvofandi.

Nú eru tíu ár liðin síðan Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sendi her „lítilla, grænna manna“ til Krímskaga með þeim fyrirmælum að hertaka skagann og svipta úkraínsk yfirvöld völdum þar. Skömmu síðar innlimuðu Rússar Krím í Rússland og síðan hafa Rússar farið með völdin á skaganum.

En það gæti breyst innan ekki svo langs tíma. Hugveitan Atlantic Council segir í nýrri greiningu að margt bendi til að Rússar séu að missa tökin á Krím. Segir hugveitan að árásir Úkraínumanna séu „hægt“ en „örugglega“ að veikja tök Rússa á skaganum.

Segir hugveitan að Úkraínumenn hafi á þessu ári náð „mörgum stefnumótandi sigrum á og við skagann“ og það sé þess virði að veita þeim athygli því þeir geti haft áhrif á hvernig stríðinu lýkur.

Segir hugveitan að Úkraínumönnum hafi tekist að hæfa mörg rússnesk skotmörk á árinu, skotmörk sem gegni mikilvægu hernaðarlegu hlutverki fyrir Krím og herteknu svæðin í suðurhluta Úkraínu. Meðal þessara skotmarka eru flugvellir, ratsjár og loftvarnarkerfi.

Úkraínumenn hafa aðallega notað bandarísk ATACMS-flugskeyti og bresk Storm Shadow-flugskeyti við þessar árásir.

Einnig hafa sífelldar árásir Úkraínumanna með sjávardrónum gert rússneska Svartahafsflotanum lífið leitt og í júlí neyddist hann til að yfirgefa hafsvæðið við Krím.

Úkraínumenn segjast hafa eyðilagt þriðjung rússneska Svartahafsflotans, sem taldi um 80 skip fyrir stríð, síðan innrás Rússa hófst.

Úkraínskum sérsveitum hefur tekist vel upp við árásir á mikilvæga hernaðarinnviði á Krím. Atlantic Council segir að þetta hafi neytt Rússa til að flytja stóran hluta af loftvarnarkerfum sínum frá norðvesturhluta Krím. Loftvarnarkerfin eru nú við Kerch-brúna.

Kerch-brúin er mikilvæg samgönguæð fyrir Rússa og eitt helsta montverkefni Pútíns. Hann vígði brúna 2019.

Margir Úkraínumenn telja hana tákn ólöglegrar innlimunar Krím í Rússland.

Fyrrgreindar aðgerðir Úkraínumanna og viðbrögð Rússa við þeim þýða að aðrir hlutar Krím eru mjög viðkvæmir fyrir árásum úkraínska hersins að mati Atlantic Council.

Sérfræðingar telja líklegt að Úkraínumenn muni fljótlega ráðast á Kerch-brúna til að eyðileggja hana. Ef það tekst þá mun það gera Rússum mjög erfitt fyrir við að koma vistum og fólki til og frá Krím og til vígstöðvanna í suðurhluta Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík