fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingar mjög svartsýnir á að kaupmáttur aukist – Framsóknarmenn bjartsýnastir

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 7. október 2024 14:30

Íslendingar eru ekki bjartsýnir á sína fjárhagslegu framtíð. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir svarendur í nýrri könnun hafa litlar eða engar væntingar um að kaupmáttur launa þeirra muni hækka á næstu 12 mánuðum. Framsóknarmenn eru bjartsýnastir á eigin fjárhag.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu.

Alls hafa H. Það er 50 prósent litlar og 18 prósent engar. 57 prósent hafa litlar eða engar væntingar um að laun sín hækki yfirhöfuð.

Aðeins 11 prósent hafa miklar væntingar til þess að kaupmáttur aukist á komandi ári en 21 prósent hafa hóflega miklar væntingar til þess.

Nokkur munur er á fólki eftir stjórnmálaskoðunum þegar kemur að væntingum til kaupmáttar. Framsóknarmenn eru bjartsýnastir, 16,3 prósent þeirra telja miklar líkur á að kaupmátturinn aukist.

14,9 prósent Sjálfstæðismanna eru mjög vongóðir, 14,1 prósent Miðflokksmanna, 13,6 prósent kjósenda Flokks fólksins, 11 prósent Samfylkingarfólks, 10,5 prósent Sósíalista, 9,6 prósent Pírata en aðeins 7,4 prósent Viðreisnarfólks.

Karlar eru vongóðri en konur, 12 prósent á móti 9,3 prósentum og almenn séð er ungt fólk vongóðra en það eldra. Aðeins 3,1 prósent fólks 60 ára eða eldra telur að kaupmáttur launa sinna muni hækka á næsta ári. Hjá 18 til 29 ára er hlutfallið 15 prósent.

Þegar litið er til landshluta sést að fólk á landsbyggðinni er almennt bjartsýnna en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Hæst er hlutfallið á Norðurlandi, 18,2 prósent, en lægst í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, 8,3 prósent.

Könnunin var gerð 16. til 24. september. Svarendur voru 1.067.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“