fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Leikskóli í Breiðholti skotmark skemmdarvarga – „Stórhættulegt börnunum okkar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 31. október 2024 11:30

Leikskólinn Ösp. Mynd: Reykjavíkurborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin kvöld hafa óþekktir skemmdarvargar herjað á leikskólann Ösp, við Iðufell í Breiðholti, og brotið þar rúður. Leikskólinn birti tilkynningu um þetta í íbúahópi á Facebook í gær, þar sem segir:

„Sorgarstaða í leikskólanum okkar!

Undanfarið hafa einhverjir komið á kvöldin og brotið rúður í leikskólanum Ösp, núna síðast í gærkveldi.

Við viljum biðja um hjálp ykkar.

Ef þið verðið vör við eitthvað þá endilega hafið samband við lögregluna eða stjórnendur í leikskólanum. Þetta er mjög alvarlegt mál sem veldur miklu tjóni í leikskólanum og er stórhættulegt börnunum okkar.

Með fyrirfram þökk

Stjórnendur í leikskólanum Ösp“

Sex rúður brotnar

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, ræddi málið stuttlega við DV. „Undanfarin kvöld hafa verið rúðubrot í leikskólanum, lögreglan er með málið til athugunar,“ segir hún.

Hjördís segir að það sé í vinnslu að efla öryggiskerfi við skólann. „Það á að auka við það því það er ekki nógu gott,“ segir Hjördís og bætir við að hún telji að lögregla taki þetta mál mjög alvarlega.

Hjördís segir að um nokkur tilvik undanfarin kvöld sé að ræða og hafi samtals sex rúður verið brotnar. Skemmdarverkin eigi sér alltaf stað að kvöldlagi.

DV hafði samband við Sigrúnu Kristínu Jónsdóttur, lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem nær yfir Breiðholt og Kópavog. Hún segir engar vísbendingar hafa borist í málinu. „Þetta er komið inn á borð til okkar. Það eru bara engar vísbendingar, það eru engar myndavélar eða neitt þarna. Við erum bara að skoða þetta,“ segir Sigrún.

Íbúar sem taka til máls í Facebook-hópnum um þetta mál eru harmi slegnir vegna þessara skemmdarverka. Ein kona segir:

„Ég skil ekki að fólk skuli látið sér detta í hug að vinna svona skemmdarverk þar sem lítil börn eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Í gær

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans