fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 3. október 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að uppflettingar trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá ónefnds manns og meðferð Samgöngustofu á viðkvæmum upplýsingum úr sjúkraskránni hafi verið ólögmæt.

Maðurinn lagði fram kvörtun til Persónuverndar á þeim grundvelli að í sjúkraskrá sé að finna mjög viðkvæmar persónuupplýsingar og taldi hann að aðrir en þeir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem hann leitar sjálfur til í meðferðarskyni ættu ekki að hafa aðgang að henni. Maðurinn taldi því að trúnaðarlækni Samgöngustofu hefði borið að óska frekari upplýsinga frá meðferðarlækni hans eða fá samþykki mannsins sjálfs fyrir frekari upplýsingaöflun ef hann taldi sig þurfa nánari upplýsingar um heilsufar hans.

Samgöngustofa vísaði í sínum andsvörum til þess að nauðsynlegt hefði verið fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að fletta upp í sjúkraskrá mannsins vegna þess eftirlits sem Samgöngustofa fari með samkvæmt lögum. Hefði trúnaðarlækni stofnunarinnar verið úthlutaður aðgangur að sameiginlegri sjúkraskrá á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í samræmi við lög um sjúkraskrár.

Persónuvernd komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir þær eftirlitsskyldur sem hvíla á Samgöngustofu og heimildir hennar til að afla og vinna heilsufarsupplýsingar þar að lútandi hefði skort skýra lagaheimild til að veita trúnaðarlækni stofnunarinnar beinan aðgang að sjúkraskrá mannsins, samkvæmt lögum um sjúkraskrár. Þar sem trúnaðarlæknir Samgöngustofu hafi ekki sinnt meðferð mannsins hafi ekki verið til staðar heimild, samkvæmt lögum um sjúkraskrár, fyrir aðgangi hans að sjúkraskrá mannsins. Skilyrði laganna, um sameiginlegt sjúkraskrárkerfi, hafi enn fremur ekki verið fyrir hendi í málinu en þar sé áskilið að rekstur slíks kerfis sé í þágu öryggis sjúklinga við meðferð.

Ólöglegt og fleiri samningar undir

Í ljósi alls þessa er það niðurstaða Persónuverndar að uppfletting trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá mannsins hafi ekki uppfyllt áskilnað persónuverndarlaga um að vinnsla persónuupplýsinga sé nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á ábyrgðaraðila, og hafi þessi vinnsla Samgöngustofu á persónuupplýsingum mannsins verið óheimil og ólögmæt. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu telur Persónuvernd að vinnsla Samgöngustofu á upplýsingum úr sjúkraskrá mannsins, þ.e. varðveisla þeirra og áframsending, sé jafnframt óheimil og ólögmæt.

Sömuleiðis komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að samningur Samgöngustofu og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um sameiginlegt sjúkraskrárkerfi uppfyllti ekki skilyrði laga um sjúkraskrár þar sem hvorki hafi legið fyrir leyfi ráðherra né staðfesting Persónuverndar á öryggi persónuupplýsinga í kerfinu.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tilkynnti nú í morgun að þessum samningi hefði verið rift samkvæmt fyrirmælum embættis landlæknis. Lokað var fyrir aðgang Samgöngustofu að skránni þegar erindi landlæknis barst heilsugæslunni þann 25. september síðastliðinn. Í tilkynningunni er haft eftir Sigríði Dóru Magnúsdóttur forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins:

„Það er ljóst að ekki var staðið rétt að gerð samnings við Samgöngustofu og við vinnslu annarra sambærilegra samninga hjá stofnuninni. Við tökum málið alvarlega og munum fara yfir alla samninga sem gerðir hafa verið um aðgengi að sjúkraskrá og tryggja að þeir séu í fullu samræmi við lög.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu