fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni á salerni skemmtistaðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á Suðurlandi fyrir kynferðislega áreitni vegna atviks sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur árum.

Maðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst árið 2022, á salerni skemmtistaðar, haldið annarri hendi konu fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var klædd.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd konunnar er krafist tveggja milljóna króna í miskabætur.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi í dag, 3. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“