fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni á salerni skemmtistaðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. október 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á Suðurlandi fyrir kynferðislega áreitni vegna atviks sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur árum.

Maðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst árið 2022, á salerni skemmtistaðar, haldið annarri hendi konu fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var klædd.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd konunnar er krafist tveggja milljóna króna í miskabætur.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi í dag, 3. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Í gær

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“