fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Skipsstrand í Súgandafirði: Þyrlan hífði tvo um borð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. október 2024 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út vegna fiskibáts sem hafði strandað utarlega í Súgandafirði. Tilkynning um málið barst um sex leytið í morgun.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarbátarnir Stella frá Flateyri, Kobbi Láka frá Bolungarvík og björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði hafi þegar haldið á vettvang, ásamt björgunarsveitinni Björg á Suðureyri, sem sendi björgunarfólk landleiðina sem og á slöngubát.

Jafnframt var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út á mesta forgangi.

Veður á staðnum var sæmilegt, en einhver alda sem lamdi bátinn í fjörunni.

Þegar björgunarfólk var komið að bátnum á sjó var ljóst að erfitt yrði að lenda bát í fjörunni við strandaða bátinn.

Slöngubáturinn frá Björgu tók einn skipverja Kobba Láka um borð til sín fyrir utan, og náði að lenda í fjörunni aðeins utan við strandaða bátinn og setja þar tvo í land.

Þeir gengu svo að strandstað og náðu að aðstoða þá 2 skipverja í land sem í bátnum voru.

Þeir voru nokkuð vel á sig komnir og töldu sig geta rölt í átt að Suðureyri, eða þangað sem bílfært væri.

Þyrla gæslunnar var þá komin vel á veg og var ákveðið að hún myndi hífa skipbrotsmenn úr fjörunni. Þeir voru svo fluttir með þyrlu inn á Suðureyri þar sem lögregla tók á móti þeim til skýrslutöku.

Báturinn liggur enn í fjörunni og verður athugað með að freista þess að ná honum á flot seinni partinn í dag, en háflóð verður um 17:00.

Það er einnig áhugavert að í þessu útkalli voru 3 konur af 4 áhafnarmeðlimum um borð í björgunarbátnum Stellu.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá aðgerðum í morgun.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf