fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Fréttir

Vilhjálmur orðlaus yfir uppgjörstölum bankanna – Ekkert eðlilegt við að íslenskur almenningur sé í þessari stöðu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. október 2024 12:55

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ómyrkur í máli í garð íslensku viðskiptabankanna og segir ljóst að komandi kosningar verði að snúast um kerfisbreytingar á fjármálakerfinu.

Vilhjálmur skrifar færslu á Facebook-síðu sína þar sem hann gerir uppgjörstölur bankanna meðal annars að umtalsefni.

„Viðskiptabankarnir þrír halda áfram á ofurhraða að sópa til sín fé frá einstaklingum, heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum,“ segir hann og vísar í tölur sem Landsbankinn birti í gær um afkomu sína fyrstu níu mánuði ársins. Nam hagnaður bankans 26,9 milljörðum króna, hreinar vaxtatekjur voru 44,1 milljarður og var arðsemi eigin fjár 11,7%.

„Einnig kom í fréttum að Íslandsbanki hagnist eins og enginn sé morgundagurinn og hagnaður á þriðja ársfjórðungi hafi numið 7,3 milljörðum og hreinar vaxtatekjur séu 11,8 milljarðar á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár 13,2% á ársgrundvelli.“

Vilhjálmur er hálf orðlaus yfir þessu.

„Hugsið ykkur að frá árinu 2021 til þriðja ársfjórðungs þessa árs nema hreinar vaxtatekjur viðskiptabankanna 517,9 milljörðum og inni í því eru ekki hreinar vaxtatekjur Arion banka fyrir þriðja ársfjórðung en Arion banki mun tilkynna afkomu sína vegna þriðja ársfjórðungs 30. október.“

Orðlaus yfir uppgjöri Landsbankans: „Er ekki í lagi með ykkur?“

Hann telur ljóst um hvað komandi kosningar eiga að snúast.

„Ég hef sagt það að komandi alþingiskosningar eiga og verða að snúast um að gera kerfisbreytingar á þessu fjármálakerfi sem hefur og takið eftir skilað tæpum 1000 milljörðum í hagnað frá árinu 2009. Já, viðskiptabankarnir sveima eins og hrægammar yfir ráðstöfunartekjum heimilanna og steypa sér á ógnarhraða og læsa klónum í heimilistekjur fjölskyldna og færa þær yfir í fjárhirslur sínar.“

Vilhjálmur segir að taka verði á fjármálakerfinu og búa hér til nýtt húsnæðislánakerfi þar sem hægt verður að taka húsnæðislán á viðráðanlegum kjörum, óverðtryggt, til langs tíma.

„Það er ekkert eðlilegt að við Íslendingar þurfum að greiða tvöfalt jafnvel þrefalt hærri vexti en neytendur á Norðurlöndunum,“ segir hann og lokar færslunni með þessum orðum:

„Þetta er brýnasta hagsmunamál einstaklinga, heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja að tekið verði af krafti og festu á þeirri botnlausu græðgisvæðingu sem hefur um margra áratugaskeið heltekið fjármálakerfið. Munið að núverandi fjármálakerfi er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem klárlega má breyta þar sem hagsmunir almennings verði hafðir að leiðarljósi. Eina sem þarf er kjarkur, vilji og þor. Tíma sérhagsmunagæslu fjármálakerfisins á kostnað almennings þarf að ljúka strax eftir kosningar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“

Kristín ómyrk í máli: „Reykjavíkurborg þarf að hysja upp um sig“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“

„Árásin á hann í Áramótaskaupinu var til hreinnar skammar“
Fréttir
Í gær

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir

Dauðsföll í árásinni á Venesúela mun fleiri en Hvíta húsið hélt fram – Sjö Bandaríkjamenn særðir
Fréttir
Í gær

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump

Oddviti Miðflokksins harðorður gagnvart Dönum vegna Grænlands – Tekur undir með Donald Trump
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Í gær

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður

Kjaftaglaði starfsmaðurinn rekinn og kærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað

Björn fékk óvæntan tölvupóst í morgun – Sýnir að fólk er almennt góðhjartað