fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Leikskólastjóri Mánagarðs tjáir sig um hópsmitið – „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá börnum Mánagarðs og foreldrum þeirra“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. október 2024 13:26

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnið er að sótthreinsun húsnæðis leikskólans Mánagarðs í kjölfar þess að þar greindust fjögur börn með E.coli sýkingu. Leikskólanum hefur nú verið lokað tímabundið.

Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Seinnipart þriðjudagsins 22. október greindist barn af leikskólanum Mánagarði með E.coli sýkingu. Í kjölfarið hafa þrjú önnur börn greinst með sýkinguna. Í samráði við sóttvarnayfirvöld var tekin ákvörðun um að loka leikskólanum tímabundið og unnið er nú að rannsókn málsins og sótthreinsun húsnæðisins. 

Sóttvarnalæknir hefur sett á sérstakan stýrihóp sem tekur að sér að rekja m.a. uppruna sýkingarinnar ásamt því að veita hagaðilum upplýsingar um möguleg einkenni og meðgöngutíma og fyrirmælum um hvernig bregðast skuli við ef grunur leikur á smiti. Voru allir foreldrar upplýstir um málið í gærkvöldi og hlutu þau einnig leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni. Eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel leiðbeiningar Sóttvarnalæknis um e.coli sýkingar og fylgjast vel með líðan barna sinna. 

Beðið er eftir upplýsingum frá talsmanni stýrihóps Sóttvarnalæknis en FS hefur nú þegar hafið yfirferð og endurskoðun á öllum ferlum innan leikskólans sem snúa að hreinlæti, matvælum og meðferð þeirra. 

Málið er litið mjög alvarlegum augum. Hugur okkar er fyrst og fremst hjá börnum Mánagarðs og foreldrum þeirra. Við munum veita foreldrum og öðrum hagaðilum reglulegar uppfærslur um gang mála og í samstarfi við Sóttvarnarlækni, Heilbrigðiseftirlitið og aðra viðeigandi aðila.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“
Fréttir
Í gær

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal