fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Myndband sýnir alvarlega líkamsárás í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem Nútíminn hefur birt á Youtube sýnir líkamsárás sem átti sér stað í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í síðustu viku. Að sögn Nútímans sýnir myndbandið þrjá hælisleitendur ráðast á íslenskan nemanda með höggum og spörkum. Þrír starfsmenn skerast í leikinn og binda endi á ofbeldið.

Nútíminn fullyrðir í frétt sinni að atvikið sé eitt af mjög mörgum sem átti hafi sér stað í skólanum að undanförnu þar sem skerst í odda milli nemenda úr röðum hælisleitenda og íslenskra nemenda.

Rætt er við Kristján Ásmundsson skólameistara, sem segir atvikið óásættanlegt. „Skólinn hafi upptökur af atvikinu enda hafi öryggismyndavélum verið fjölgað í kjölfar ítrekaðra ofbeldismála og því hafi skólinn góða yfirsýn yfir það sem gerðist þennan dag sem og aðra daga sem þessi mál hafa komið upp,“ segir í fréttinni. Aðspurður um hvað verið sé að gera til að stemma stigu við ofbeldi í skólanum, segir Kristján:

„Við höfum viðbragðsáætlun hér innanhúss sem hefur verið endurskoðuð en við erum að bíða eftir áætlun sem ríkislögreglustjóri er að útbúa fyrir skólana og á að koma fljótlega. Okkar skilaboð til starfsmanna eru þau að kalla strax til lögreglu ef einhver slagsmál eru í uppsiglingu eða eru í gangi. Fyrstu viðbrögð eru oft að grípa inní og stöðva ofbeldið eins og var nú síðast. Ef einhver væri að hóta vopni sem vonandi verður aldrei þá á að kalla strax til lögreglu og þeir eru mjög fljótir á staðinn.“

Sjá nánar á vef Nútímans

Til að sjá myndbandið þarf að smella á tengilinn „Watch on YouTube“ en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“