fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Safna undirskriftum gegn þéttingu byggðar á grænum svæðum í Innri-Njarðvík – „Umhverfisslys“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 2. október 2024 19:43

Reykjanesbær. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til að verja græn svæði fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu. Segja íbúarnir þegar skort á grænum svæðum fyrir íþróttir, heilsueflingu og útvisti.

„Á undanförnum árum hefur þétting byggðar verið mikil í Innri-Njarðvík sem því miður hefur bitnað á opnu svæðunum okkar,“ segir í færslu með undirskriftasöfnuninni sem var komið af stað á vefsíðunni island.is í dag.

Þegar hafa 88 skrifað undir en undirskriftasöfnunin er opin til 2. janúar á næst ári.

Kemur fram að á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins þann 7. júní síðastliðinn hafi komið fram tillaga að nýju aðalskipulagi. Í henni komi fram áform um að setja íbúðarhverfi á svæði sem hingað til hafi verið merkt sem græn.

„Við íbúar í Innri-Njarðvík förum fram á það að opnu svæðin verði það áfram og þau skipulögð með hagsmuni okkar íbúa svæðisins í huga,“ segir í færslunni. „Hér er um að ræða stór óafturkræf mistök sem við krefjumst endurskoðunar á. Hér er nú þegar skortur á fjölbreyttum grænum svæðum fyrir íþróttir, heilsueflingu og útivist. Við hvetjum alla sem vilja koma í veg fyrir að þetta umhverfisslys verði að veruleika að skrifa undir.“

Hægt er að skrifa undir hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað