Yfirgnæfandi meirihluti kennara í Menntaskólanum í Reykjavík (MR) hefur samþykkt að boða til verkfalls 11. nóvember næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands.
Er MR annar framhaldsskólinn þar sem boðað hefur verið til verkfalls en hinn er Fjölbrautaskóli Suðurlands.
Atkvæðagreiðsla hófst í MR klukkan 11 í fyrradag og lauk klukkan 11 í dag. Kjörsókn var 93 prósent, já sagði 81 prósent.