fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Jódís vill fyrsta sætið í Norðausturkjördæmi – Stefnir í slag við Bjarkey

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 17. október 2024 16:57

Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Mynd/VG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, vill leiða listann í komandi alþingiskosningum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er núverandi oddviti listans.

„Kæru vinir, ég sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Ég tók sæti á þingi eftir kosningarnar 2021 og hef unnið ötullega að mikilvægum málefnum síðan, ekki síst fyrir landsbyggðina,“ segir Jódís í færslu á samfélagsmiðlum. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi í öllu kjördæminu og mér rennur blóðið til skyldunnar að halda áfram þeirri baráttu sem ég hef lagt áherslu á síðan ég byrjaði í stjórnmálum.“

Jódís hefur setið á Alþingi síðan í kosningunum árið 2021.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“