fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Ingibjörg Sólrún hneyksluð á VG: „Hvernig á maður að skilja þetta?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2024 07:32

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Skjáskot/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, er hneyksluð á framgöngu VG sem tilkynnti í gær að flokkurinn hefði ekki áhuga á að taka þátt í starfsstjórn fram að kosningum í lok nóvember.

„Ráðherrar VG verða frá og með morgundeginum almennir þingmenn og munu nálgast þau brýnu mál sem nauðsynlegt er að ljúka á Alþingi af ábyrgð og skyldurækni. Ég hef fulla trú á þinginu, það hefur áður tekist á við flókna stöðu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, í yfirlýsingu síðdegis í gær.

Um er að ræða fordæmalausa ákvörðun og bendir flest til þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks muni skipta með sér verkum næstu vikurnar.

Ingibjörg Sólrún sagði í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að hún gæti ekki lengur orða bundist þegar kemur að VG og pólitísku erindi þeirra.

„Í heil 7 ár hafa þau látið sér vel líka að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og staðið fyrir pólitískri stefnu sem var hvorki græn né til vinstri. Nú er stjórnin í andarslitrunum og þá fyllast þau heilögum anda og vilja alls ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum í starfsstjórn í 6 vikur! Hvernig á maður að skilja þetta? Í þessu endurspeglast skýrar en oft áður að hjá VG er ímyndin allt en inntakið aukaatriði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum