Samkvæmt tilkynningu frá Krónunni hefur fyrirtækið hafið innköllun á pastaskrúfum frá First Price. Tilkynningin er svohljóðandi:
„Krónan hefur hafið innköllun og tekið úr sölu Fusilli pastaskrúfur sem seldar eru undir vörumerkinu First Price eftir að skordýr fannst í innihaldi einnar pakkningar frá framleiðandanum.
Um er að ræða 500 gr pakkningar eins og meðfylgjandi mynd sýnir með lotunúmerinu (best fyrir dagsetningu) 11.06.2026. Viðskiptavinir sem keypt hafa viðkomandi vöru með sama lotunúmeri eru vinsamlegast beðnir að skila henni í næstu verslun Krónunnar gegn endurgreiðslu.
Fyrir nánari upplýsingar um innköllun vörunnar er hægt að senda tölvupóst á netfangið innkallanir@kronan.is.“