fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Vara Breta við að keyra fullir á rafskútum – Gætu átt von á sekt og refsidómi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 14. október 2024 11:30

Reglur voru hertar til muna í sumar. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska utanríkisráðuneytið hefur varað Breta sem ferðast við Íslands að vera ölvaðir á rafskútum. Ólíkt Bretlandi þá sé það ólöglegt á Íslandi.

Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins frá 11. október síðastliðnum eru Bretar beðnir um að fylgja íslenskum lögum á meðan þeir heimsækja landið. Ellegar eigi þeir á hættu að verða sektaðir eða jafn vel ákærðir fyrir refsiverðan glæp.

„Að keyra rafskútu eftir að hafa neytt áfengis er bannað með lögum á Íslandi. Sömu lög gilda um að keyra bíl undir áhrifum og leiðir til sekta og/eða ákæru,“ segir í tilkynningunni.

Refsing fyrir fyrsta brot sé að minnsta kosti 559 pund, eða 100 þúsund íslenskar krónur.

Þá er einnig bent á aðrar umferðarreglur sem eru öðruvísi á Íslandi en í Bretlandi. Svo sem að skylt er að keyra á hægri akrein, að ekki megi tala í símann án handfrjáls búnaðar og að ljósin á bílnum verða alltaf að vera kveikt.

Tveir slösuðust um helgina

Ný lög um rafskútur tóku gildi í sumar og er nú refsivert að keyra slíka skútu undir áhrifum áfengis. En ölvunarakstur á rafskútum var og er orðinn mikið vandamál. Um liðna helgi slösuðust tveir einstaklingar eftir ölvunarakstur á rafskútum og voru fluttir á bráðamóttöku með skurði á höfði.

Áður giltu sömu reglur um rafskútur og reiðhjól en nú eru þær flokkaðar sem smáfarartæki. Sömu reglur gilda um neyslu áfengis á þeim og á bílum. Mörkin eru 0,5 prómill vínanda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“