fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2024 11:16

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessu ætla ég að fagna innilega þótt ég hefði einnig viljað sjá lækkun á verðtryggðum vöxtum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Þar gerir hann ákvörðun Arion banka að lækka vexti að umtalsefni.

Bankinn tilkynnti í morgun að óverðtryggðir vextir myndu lækka í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í gær. Munu óverðtryggðir breytilegir vextir lækka um 0,25 prósentustig og verða 10,64%. Þá lækka óverðtryggðir fastir vextir um 0,6 prósentustig og verða 8,8%.

Vilhjálmur segir að þessi lækkun upp á 0,6% hafi töluverð áhrif og þýði til dæmis að vaxtabyrði af 50 milljóna króna húsnæðisláni með breytilega óverðtryggða vexti muni lækka um 25 þúsund krónur á mánuði, eða 300 þúsund krónur á ári.

„Við erum á réttri leið og ég skora enn og aftur á verslun og þjónustu sem og sveitarfélög að halda vel aftur af verð-og gjaldskrár hækkunum á komandi mánuðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás