fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Skjóða er nytjahæsta kýr landsins – Mjólkaði 40 lítrum á dag

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. janúar 2024 14:30

Skjóða er stór gripur og af góðum ættum mjólkurkúa. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kýrin Skjóða frá Hnjúki í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu hefur slegið Íslandsmet. Hún er nytjahæsta kýr í sögu landsins.

Bændablaðið greindi fyrst frá.

Á liðnu ári mjólkaði Skjóða samanlagt 14.762 lítrum. Jafndreift yfir allt árið eru það 40,44 lítrar á dag.

„Meðalkýrin hjá okkur er í 7.500 lítrum á mjaltaskeiðinu. Hún er hátt í helmingi meira en það,“ segir Maríanna Gestsdóttir, bóndi á Hnúki, í samtali við DV. Hún er eigandi Skjóðu ásamt Sigurði Rúnari Magnússyni.

Skjóða er borin árið 2018 og því á sjötta ári, stór og mikill gripur af góðum ættum. Hún hefur ekki fengið annað fóður en aðrir gripir á bænum.

Maríanna býst ekki við verri nytjum frá henni á þessu ári þó að óvíst hvort að hún slái annað met. Hún sé nefnilega á leiðinni í geldstöðu núna.

„Við búumst við sömu  nytjum í ár. frestuðum aðeins burðum þannig að hún fer í aðeins lengra mjaltaskeið. Það hittir ekki eins vel á almanaksárið. En hún mun mjólka það sama á mjaltaskeiðinu,“ segir Maríanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli