fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Vaxandi stríðsþreyta meðal Rússa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 04:30

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega verða tvö ár liðin síðan Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, gaf her sínum fyrirskipun um að ráðast inn í Úkraínu. Pútín taldi að það yrði létt verk og löðurmannlegt að sigra úkraínska herinn og ná Úkraínu á vald Rússa. En annað hefur komið á daginn og herförin hefur reynst Rússum dýrkeypt.

Það er mikill stuðningur við stríðið meðal rússnesku þjóðarinnar en þar í landi má ekki kalla þetta stríð, þess í stað er þetta kallað „sérstök hernaðaraðgerð“.  En þrátt fyrir að það sé mikill stuðningur við stríðið þá er aukinnar stríðsþreytu farið að gæta meðal almennings en enn sem komið er eru engin merki um að skipulögð hreyfing, sem getur skorað ráðamenn í Kreml á hólm varðandi stríðsreksturinn, sé að verða til.

Umfjöllun rússneskra fjölmiðla um stríðið er stýrt af Kreml sem stjórnar flestum fjölmiðlunum eða beitir ritskoðun til að tryggja að sjónarmið Kremlverja stýri umfjölluninni. Þungar refsingar liggja við að mótmæla stríðinu eða bara að kalla stríðið, stríð. Það er því mjög erfitt fyrir hinn almenna rússneska borgara að fá yfirsýn yfir það sem er að gerast í Úkraínu.

Nýlegar tölur frá Levada, sem hefur í sögulegu samhengi verið áreiðanlegasta greiningarstofnun Rússlands, veitir nokkuð mótsagnarkenndar niðurstöður.

74% aðspurðra sögðust styðja það sem kallað er „sérstök hernaðaraðgerð“ en ef spurningin er orðuð aðeins öðruvísi segjast 57% vilja friðarviðræður en 36% vilja halda stríðsrekstrinum áfram.

Finnst þér þetta svolítið misvísandi eða jafnvel ruglingslegt? Það finnst Rússum einnig að mati Lev Gudkov, sem hefur stýrt Levada árum saman. Í samtali við Der Spiegel sagði hann að þrátt fyrir ritskoðun og kúgun skilji fólk að stríðið hefur gríðarlega eyðileggingu í för með sér og mikið mannfall hjá báðum stríðsaðilum. Þetta vekur þó hvorki samúð eða þá tilfinningu að Rússar beri ábyrgð. Áróðurinn getur drepið samúðina sagði Gudkov og vísaði þar til heilaþvottar rússneskra ríkissjónvarpsstöðva sem senda út and-úkraínskan áróður og hafa gert í rúmlega áratug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Í gær

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Í gær

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst