fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Ármann telur að gosið verði skammlíft

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. janúar 2024 07:15

Ármann Höskuldsson á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið, sem hófst við Grindavík í gær, mun væntanlega ekki standa lengi yfir að mati Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið en benti jafnframt á að þrátt fyrir að gosið verði skammvinnt, þá geti ýmislegt gerst.

Hann sagði að heldur hægar hafi dregið úr gosinu en hann hefði viljað. Þetta gos sé töluvert frábrugðið gosinu sem hófst 18. desember. Það hafi verið kröftugra og hraðar hafi dregið úr því. „Í þessu gengur verr að koma kvikunni upp sem gerir það að verkum að það tekur aðeins lengri tíma að slá á gosið,“ sagði Ármann.

Hann sagðist ekki telja að fleiri gossprungur eigi eftir að myndast, kerfið þurfi tíma til að hlaða sig á nýjan leik eftir að hafa losað um þrýsting.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu