fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Skorað á Lilju Alfreðsdóttur að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. janúar 2024 15:30

Lilja Alfreðsdóttir. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta áskorunin um forsetaframboð er komin fram, virtur hæstaréttarlögmaður, Sævar Þór Jónsson hjá Lögmannstofunni Sævar Þór & Partners, og rithöfundur (Barnið í garðinum 2021) telur Lilju vera fýsilegan kost í embættið.

Guðni Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti í nýársávarpi sínu í dag að hann hyggðist ekki bjóða sig fram til endurkjörs í forsetakosningum sem haldnar verða næsta sumar. Guðni var kjörinn forseti árið 2016 og var endurkjörinn árið 2020.

Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Í heildina hefur hún ekki verið umdeild í ráðherraembættum sínum en hún var utanríkisráðherra 2016 til 2017, mennta- og menningarmálaráðherra 2017-2021, viðskipta- og menningarmálaráðherra 2021-2022 og menningar- og viðskiptaráðherra síðan 2022.

Sævar Þór ritar eftirfarandi færslu um málið á Facebook:

„Guðni hefur staðið sig vel í þessu embætti og er samkvæmur sjálfum sér þar sem hann ætlaði sér aldrei að vera of lengi í því. Það er missir af honum en að mínu mati er kominn tími á að fá aftur konu á Bessastaði. Eflaust eiga margir eftir að máta sig við starfið en að mínum mati væri ekki slæmt að fá hana Lilju Alfreðsdóttur í þetta embætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram