fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Móðir drengsins sem lést íhugar að fara í skaðabótamál

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. september 2024 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir átta ára drengs sem lést í hörmulegu slysi skammt frá Ásvöllum í Hafnarfirði í október síðastliðnum vill fá svör við því hver ber ábyrgð á dauða hans. Pilturinn, Ibrahim Shah, var á leið heim af fótboltaæfingu með Haukum þegar hann varð fyrir steypubíl og lést.

Móðir Ibrahims, Robina Uz-Zaman, var í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi þar sem fjallað var um málið. Rannsókn slyssins lauk í janúar síðastliðnum og er bílstjóri steypubílsins með réttarstöðu sakbornings. Málið er enn hjá ákærusviði og hefur fjölskyldan ekki heyrt neitt.

Slysið varð þann 30. október 2023 við bílastæði á milli íþróttamiðstöðvar Hauka og Ásvallalaugar og var steypubíllinn að aka á miðju bílaplaninu þegar hann ók á Ibrahim með þeim afleiðingum að hann lést. Engin vitni urðu að slysinu.

Í umfjölluninni í gær var bent á að gerðar hafi verið úrbætur eftir slysið þar sem girðingar voru settar upp og lokað fyrir almenna umferð við vinnusvæðið. Gagnrýnir Robina að aðeins sé brugðist við eftir að slysin gerast.

Steypubíllinn hafi ekki átt að vera að keyra á þessum stað á þessum tíma dags og í ljós hafi komið að búnaður hans hafi ekki virkað sem skyldi. Bæjaryfirvöld, verktakinn, bílstjórinn og fyrirtækið sem átti bílinn beri ábyrgð á aðstæðunum þegar Ibrahim lést.

Kom fram í Kastljósi að fjölskyldan vilji fá svör og að einhver axli ábyrgð og þess vegna sé mikilvægt að vekja athygli á málinu. Segir Robina að hún íhugi að fara í skaðabótamál við alla hlutaðeigandi.

Eðli málsins samkvæmt var andlát Ibrahims mikið áfall fyrir fjölskylduna og segir Robina að það hafi tekið hana langan tíma að safna styrk til að átta sig á hvað hún þyrfti að gera.

„Mér finnst mikilvægt að við sem samfélag hugsum hvað við erum að gera og hvernig við gerum hlutina. Sérstaklega í sambandi við byggingarframkvæmdir. Gríðarlegar miklar byggingarframkvæmdir eru mjög víða en það er ekki fylgst með öryggisráðstöfununum.“

Hægt er að horfa á umfjöllun Kastljóss hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“