fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Fann minniskort með þúsundum fuglamynda frá Íslandi – „Mikið vona ég að þessar myndir komist á sinn stað“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 25. september 2024 15:30

Íslensk brandugla. DV/KHG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur fuglaskoðari og ljósmyndari var á göngu í Norfolk héraði þegar hann fann minniskort með þúsundum fuglamynda. Reyndust myndirnar hafa verið teknar á Íslandi. Leitar hann nú eiganda kortsins.

„Fórst þú í frábæra fuglaskoðunarferð til Íslands í maí en týndir SD kortinu þínu með 3.700 fuglamyndum í Norfolk? Ég er með það!“ segir ljósmyndarinn Steve Gantlett í færslu á samfélagsmiðlinum X. En Gantlett er sjálfur mikill áhugamaður um fugla.

Færslan hefur fengið mikil viðbrögð og hefur verið deilt víða. Meðal annars á aðra samfélagsmiðla og á fréttasíður ljósmyndaáhugamanna. Er mörgum umhugað að eigandinn og minniskortið verði sameinuð á ný. Ekki er vitað hvort um sé að ræða Breta, Íslending eða einstakling af öðru þjóðerni.

Norfolk hérað er í austurhluta Englands. Kortið fannst nálægt þorpinu Snettisham, um 70 kílómetrum norðvestan við borgina Norwich.

Í umræðum nefna sumir að hugsanlega eigi eigandinn öryggisafrit af myndunum. Aðrir segja sniðugt að setja merkingu í textaskjali á minniskort ef þau skyldu tínast, það sé lygilega algengt að ljósmyndarar glati minniskortum.

„Mikið vona ég að þessar myndir komist á sinn stað,“ segir einn netverji.

Hafir þú glatað minniskorti með 3.700 fuglamyndum, teknum í maí. Þá getur þú nálgast kortið hjá Steve Gantlett sem rekur Cleybirds.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila