fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Vilja réttlæti fyrir bjarnarhúninn sem var skotinn á Hornströndum – Leti og níska að skjóta ísbirni

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 23. september 2024 12:30

Myndin er af öðrum birni. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir dýraverndunarsinnar hafa stofnað undirskriftalista vegna dráps ísbjarnarhúnsins á Hornströndum. Sagt er að dráp ísbjarna sé aðeins gert til þess að spara pening.

Kanadískir dýraverndunarsinnar stofnuðu undirskriftalistann í gær á vefsíðunni Change.org. Þegar þetta er skrifað hafa 40 manns skrifað undir. Titillinn er „Réttlæti fyrir ísbjörninn sem lögreglan á Íslandi skaut.“

„Nýlegt dráp lögreglunnar á ísbirninum var algjörlega óásættanlegt. Tilkynningin kom frá einu manneskjunni sem var enn þá í sumarbústaðnum sínum og hún var örugg inni hjá sér,“ segir í færslunni með undirskriftalistanum. „Björninn var að róta í ótryggu rusli, vandamál sem hægt er að leysa með bjarnarheldum ruslatunnum.“

Óþægindi en ekki hætta

Er undirskriftalistanum beint til Umhverfisstofnunar og íslensku lögreglunnar. Sagt er að stefnan um að skjóta ísbirni í stað þess að reyna að bjarga þeim sé bæði barn síns tíma og einungis gerð vegna leti og til þess að spara pening.

Óskað er eftir því þessari stefnu verði breytt og að viðbragðsáætlanir verði gerðar um bjarnarkomur, það er til þess að bjarga þeim og koma þeim á öruggan stað.

Málið á Hornströndum sýni að þörf sé á áhættumati. Björninn, eða réttara sagt húnninn, hafi ekki skapað hættu heldur einungis óþægindi fyrir fólk. Lögreglan hefði frekar átt að bíða þangað til að hann færi eða beita einhvers konar aðferðum til að flæma hann frá staðnum sem hann var á.

Nefnt er að lögreglan í borginni York í Ontario í Kanada hafi hætt að skjóta villt dýr árið 2016 og algjör stefnubreyting hafi orðið hjá borgaryfirvöldum eftir það.

„Lögregla og náttúruverndarfulltrúar ættu að taka sömu ákvarðanir og velja samúð,“ segir í niðurlagi undirskriftalistans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Í gær

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“