fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Sláturhúsið í Brákarey verður rifið – Tug milljóna kostnaður í ónýttu húsi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. september 2024 11:30

Húsið mun hverfa á næstunni. Skjáskot/Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlanir um niðurrif sláturhússins í Brákarey í Borgarnesi eru komnar fram í byggðarráði Borgarbyggðar. Ekki er talið borga sig að halda húsinu við.

Mál húsanna í Brákarey voru mikið til umfjöllunar fyrir nokkrum árum síðan. En sveitarfélagið þurfti að úthýsa mörgum félögum sem höfðu þar aðstöðu eftir ábendingar frá slökkviliðsstjóra.

Þetta voru meðal annars golfklúbburinn, skotfélagið, fornbílafélagið og bifhjólafélgið á staðnum. Einnig voru ýmsir einstaklingar með aðstöðu þarna og voru margir óánægðir með hvernig bærinn hélt á málum.

Í byggðarráði voru lagðar fram þrjár sviðsmyndir um áfangaskiptingu niðurrifs hússins og var sveitarstjóra falið að gera kostnaðarmat á niðurrifi í samræmi við eina þeirra. Það er tillögu sem felur í sér niðurrif allra húshluta nema þremur burstum.

„M.v. ástand hússins er það slysagildra að óbreyttu, fráleitt er að endurnýja húsið og sá kostnaður sem nú fellur til við að halda hita- og rafmagni á húsinu er verulegur. Frá því starfsemi var hætt í húsinu hleypur sá kostnaður á tugum milljóna króna,“ segir í fundargerð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum