fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Arnar Þór ætlar ekki að stofna flokk heldur ganga í annan – Sterklega orðaður við Miðflokkinn

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. september 2024 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og forsetaframbjóðandi, hyggst ganga til liðs við stjórnmálaflokk í næstu viku. Arnar Þór hafði áður sagst ætla að stofna eigin stjórnmálaflokk.

Arnar Þór, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, greindi frá þessu í þættinum Vikulokunum á Rás 1.

Í viðtalinu sagði hann mikilvægt að verjast bókun 35 frá Evrópusambandinu. Einnig að flestir flokkar væru orðnir eins, sósíaldemókratískir.

Sjá einnig:

vaða fólk verður í framboði fyrir Miðflokkinn? – Flokkurinn orðinn sá næst stærsti í könnunum

„Þess vegna hugsa ég með mér að kannski er ekki tími til þess eins og staðan er núna að fara að verja tíma í að stofna nýjan stjórnmálaflokk, þó það sé mjög mikil þörf á því, borgaralegan klassískan íhaldsflokk og hægra megin við miðju, því það vantar slíkan flokk á Íslandi,“ sagði hann í viðtalinu og skaut föstum skotum á sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn.

Arnar Þór, sem fékk 5 prósent í forsetakosningunum í júní hefur verið sterklega orðaður við framboð fyrir Miðflokkinn. Miðað við hversu mikið fylgi flokkurinn er að mælast í skoðanakönnunum má gera ráð fyrir að hann bæti við sig mörgum þingsætum í næstu kosningum, sem verða í síðasta lagi eftir rúmt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út