fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Ísraelsmenn gera árásir á Beirút – Reykjarmökkur og miklar skemmdir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2024 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsher gerði skömmu eftir hádegi að íslenskum tíma loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanons, eftir að Hisbollah-samtökin réðust á skotmörk í norðurhluta Ísraels fyrr í dag.

BBC segir að sprengingar hafi heyrst víða í suðurhluta Beirút en ekki liggja fyrir upplýsingar um mannfall að svo stöddu.

Gríðarleg spenna ríkir í samskiptum Ísraels og Líbanons eftir að leyniþjónustustofnun Ísraels, Mossad, gerði árásir á liðsmenn Hisbollah-samtakanna í vikunni með því að sprengja símboða og talstöðvar. Um var að ræða þaulskipulagða árás sem var mörg ár í undirbúningi.

Allt á suðupunkti í Líbanon: Allsherjarstríð yrði „dómsdagsatburður“

BBC segir frá því að Ísraelsher hafi í árásum sínum eftir hádegið beint spjótum sínum að Dahieh-hverfinu í Beirút en það er eitt helsta vígi liðsmanna Hisbollah.

Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikla eyðileggingu í hverfinu; byggingar og bíla í rúst meðal annars. Hverfið er mjög þéttbýlt og því óttast að umtalsvert mannfall hafi orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“