fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ekkert bendi til þess að faðirinn hafi numið stúlkuna á brott

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2024 18:36

Frá Vantsskarði, nærri rannsóknarvettvangi lögreglu. Mynd: Skjáskot/Google Earth.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is ekkert benda til þess að faðirinn, sem grunaður er um að hafa banað 10 ára dóttur sinn í gærkvöldi, hafi numið stúlkuna á brott. Allt bendi til þess að þau hafi átt í eðlilegum samskiptum þennan dag og að faðirinn hafði heimild til að vera með dóttur sinni.

Grímur vissi ekki betur en að faðirinn hefði umgengnisrétt við dóttur sína en taldi móður stúlkunnar þó fara með forsjá.

Faðirinn var handtekinn af sérsveit lögreglustjóra í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á meðan lögregla leitaði stúlkunnar. Hún fannst svo samkvæmt ábendingu föðurins í hrauninu og reyndist látin.

Málið sé nú rannsakað sem manndráp en Grímur tekur fram að annað gæti þó komið í ljós síðar og upplýsingar geti komið fram sem bendi til einhvers annars en búist var við í upphafi. Vildi hann ekki gefa upp hvort að svo stöddu sé talið að um viljaverk hafi verið að ræða eða hvort að vopni hafi verið beitt.

Faðirinn hefur ekki tjáð sig mikið og vildi Grímur ekki gefa upp hvort formleg játning sé komin fram. Faðirinn hafi ekki áður komist í kast við lögin vegna ofbeldisverka og vissi Grímur ekki til þess að barnavernd hafi áður haft afskipti af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“