fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Segja öryggisatriði að feitt fólk kaupi auka miða í flugvél – „Þú ert að kaupa þetta ákveðna rými í vélinni og þú ættir ekki að leka yfir í rými annarra“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 6. september 2024 19:30

Maðurinn átti í erfiðleikum með að komast fyrir í sætinu. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál manns í mikilli yfirþyngd sem sat í einu sæti í flugvél hefur vakið upp miklar umræður á samfélagsmiðlum. Segja sumir það ekki aðeins varða þægindi að mjög feitt fólk kaupi tvö sæti heldur einnig öryggi.

Breska blaðið Daily Mail greinir frá þessu.

Maðurinn sem um ræðir var að ferðast frá Helsinki í Finnlandi til Kaupmannahafnar í Danmörku. Það er stutt flug, um einn klukkutími og fjörutíu mínútur að lengd. Engu að síður er ljóst að flugið hafi ekki verið þægilegt fyrir þann sem sat við hliðina á manninum sem átti greinilega í erfiðleikum með að komast fyrir í sætinu sínu.

„Þessi maður sat fyrir aftan mig í flugi á leið frá Helsinki til Kaupmannahafnar í gær,“ skrifaði sá sem tók myndina í færslu á samfélagsmiðlum. „Ég vorkenndi honum og náunganum sem sat við hliðina á honum, þeim hefur báðum ábyggilega liðið illa í þessu stutta flugi.“

Þegar maðurinn hafi svo farið á klósettið og gengið eftir þröngum flugvélaganginum hafi hann þrýst á aðra farþega sem sátu við ganginn.

Ekki mismunun

Í umræðum um málið er nefnt að flugfélagið hefði átt að skikka manninn til að kaupa tvö samliggjandi sæti.

„Sama hvers vegna einstaklingur er í yfirþyngd, ef hann er það, ætti hann að kaup auka miða. Það er ekki mismunun, það er öryggisatriði,“ sagði einn.

Fleiri taka undir það. „Ég er sammála því að ef þú kemst ekki fyrir í sætinu þínu ættir þú að kaupa annað. Sama hvort við séum sátt við stærð sætanna, þú ert að kaupa þetta ákveðna rými í vélinni og þú ættir ekki að leka yfir í rými annarra,“ segir annar. Sá þriðji nefnir að fólk ætti að vera vigtað í sæti, líkt og farangur sé vigtaður.

Sumir nefna þó að sæti í flugvélum séu of lítil. Flugfélögin ættu að hafa þau rýmri, ekki aðeins fyrir feitt fólk heldur alla. Fólk sé almennt að verða stærra. Flestum líði ekki mjög vel í flugvélasætum. „Ég kaupi alltaf auka sæti eða fleiri þegar ég fer í viðskiptaferðir,“ segir einn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn