fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Íslensk kona kærð í stóru fíkniefnamáli í Færeyjum – Fluttu efni með seglskútu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 31. ágúst 2024 10:30

Mikið af amfetamíni var um borð í skútunni. Mynd: Getty, Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona er á meðal fimm sakborninga í stóru fíkniefnamáli í Færeyjum. Lögregla haldlagði seglskútu sem lagðist að við smábátahöfnina í Vágsbotn, í fyrradag, og handtók fimm manneskjur.

Portal greinir frá.

Um borð í skútunni fundust 3,8 kg af amfetamíni og 23 kg af kannabisefnum. Þrír karlar og tvær konur eru ákærð í málinu. Önnur konan er íslensk en hin er dönsk. Tveir karlanna eru danskir en sá þriðji er Færeyingur.

Fólkinu var birt kæra í gær en þinghaldi var síðan lokað eftir að kæran hafði verið lesin upp. Öll fimm neita sök í málinu.

Söluverðmæti fíkniefnanna er samkvæmt frétt Portal talið vera um 10 milljónir danskra króna sem jafngildir rúmlega 200 milljónum íslenskra króna.

Fréttinni hefur verið breytt. Tekið skal fram að fólkið hefur verið kært en ekki ákært, enda rannsókn málsins ekki lokið. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Í gær

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Í gær

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi