fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Pilturinn fengið líflátshótanir: Fluttur frá Stuðlum yfir á Hólmsheiði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. ágúst 2024 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungi pilturinn sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni með hníf á Menningarnótt hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði.

Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV en pilturinn, sem er sextán ára gamall, var fluttur í morgun frá Stuðlum. Fréttastofa RÚV hefur þær upplýsingar að þetta hafi verið gert til að tryggja öryggi hans vegna líflátshótana sem honum hafa borist.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í morgun á kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir piltinum og verður hann í varðhaldi til 26. september á grundvelli almannahagsmuna. Eins og fram hefur komið er hann grunaður um að hafa stungið tvær stúlkur og einn pilt en önnur stúlknanna slasaðist mjög alvarlega og er enn í lífshættu.

Í frétt RÚV kom fram að lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra hefðu haft sýnilega viðveru við Stuðla síðan á miðvikudag. Þegar ekki var talið að lengur væri hægt að tryggja öryggi hans þar var hann færður á Hólmsheiði þar sem honum var komið fyrir í fjölskylduherbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás