fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Pilturinn fengið líflátshótanir: Fluttur frá Stuðlum yfir á Hólmsheiði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. ágúst 2024 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungi pilturinn sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni með hníf á Menningarnótt hefur verið fluttur í fangelsið á Hólmsheiði.

Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV en pilturinn, sem er sextán ára gamall, var fluttur í morgun frá Stuðlum. Fréttastofa RÚV hefur þær upplýsingar að þetta hafi verið gert til að tryggja öryggi hans vegna líflátshótana sem honum hafa borist.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í morgun á kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir piltinum og verður hann í varðhaldi til 26. september á grundvelli almannahagsmuna. Eins og fram hefur komið er hann grunaður um að hafa stungið tvær stúlkur og einn pilt en önnur stúlknanna slasaðist mjög alvarlega og er enn í lífshættu.

Í frétt RÚV kom fram að lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra hefðu haft sýnilega viðveru við Stuðla síðan á miðvikudag. Þegar ekki var talið að lengur væri hægt að tryggja öryggi hans þar var hann færður á Hólmsheiði þar sem honum var komið fyrir í fjölskylduherbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“