Helgi segir þetta í nýjasta þætti Dagmála á mbl.is sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.
Þekktir Íslendingar hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við vararíkissaksóknara
„Ég hef fulla trú á því að Guðrún Hafsteinsdóttir hafni þessu bara, sendi þetta til föðurhúsanna,“ segir hann í þættinum og kveðst vilja mæta til vinnu til að vinna fyrir kaupinu sínu sem skattgreiðendur borga honum.
„Ef það er eitthvert vandamál fyrir aðra – það er ekki vandamál fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, hún hefur hálfa þjóðina á bak við sig í því – ef það er vandamál fyrir Sigríði þá verður hún bara að eiga við það. Það er hennar samviskuspurning hvað hún vill gera,“ segir hann í þættinum.
Helgi segist ætla alla leið með málið ef allt fer á versta veg. Það séu hreinar línur.
„Ég ætla ekkert að bakka út úr því. Ég ætla að standa með sjálfum mér í því og ég ætla að standa keikur á meðan stætt er. Og ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir.“
Nýjasta þátt Dagmála á mbl.is má nálgast hér.