

Það er vitað að rússnesk flugfélög hafa átt í erfiðleikum með að sinna viðhaldi á flugvélum sínum frá Boeing og Airbus en nú virðast þau sjá fram á bjartari tíma, að minnsta kosti um hríð. Ástæða er að Rússum hefur tekist að verða sér úti um fjórar Airbus þotur að sögn Bild.
Þær tilheyrði gambíska flugfélaginu Magic Air og var að sögn flogið til Rússlands í gegnum Minsk í Belarús. Ætlunin er að nota vélarnar í varahluti eða skipta öðrum vélum út og nota þessar í staðinn.
Þrjár vélanna eru af tegundinni Airbus A330-200 og ein er af tegundinni A320.
Magic Air notaði vélarnar ekki en félagið fékk vélarnar í árslok 2023. Þær voru sendar beint frá flugvöllum í Tyrklandi, Egyptaland og Óman til Minsk og nú síðast sást til þeirra nærri Kudinov í Rússlandi.