fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Fjórum Airbus flugvélum „smyglað“ til Rússlands

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 07:00

Aribus A320neo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá mörgum að í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu gripu Vesturlönd til harðra refsiaðgerða og viðskiptaþvingana gagnvart Rússlandi. En þrátt fyrir þessar aðgerðir eru fyrirtæki sem hafa, og eru enn að, selja vörur beint og óbeint til Rússlands.

Það er vitað að rússnesk flugfélög hafa átt í erfiðleikum með að sinna viðhaldi á flugvélum sínum frá Boeing og Airbus en nú virðast þau sjá fram á bjartari tíma, að minnsta kosti um hríð. Ástæða er að Rússum hefur tekist að verða sér úti um fjórar Airbus þotur að sögn Bild.

Þær tilheyrði gambíska flugfélaginu Magic Air og var að sögn flogið til Rússlands í gegnum Minsk í Belarús. Ætlunin er að nota vélarnar í varahluti eða skipta öðrum vélum út og nota þessar í staðinn.

Þrjár vélanna eru af tegundinni Airbus A330-200 og ein er af tegundinni A320.

Magic Air notaði vélarnar ekki en félagið fékk vélarnar í árslok 2023. Þær voru sendar beint frá flugvöllum í Tyrklandi, Egyptaland og Óman til Minsk og nú síðast sást til þeirra nærri Kudinov í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Fréttir
Í gær

Hildur fær hjálp úr óvæntri átt – Össur kemur til varnar

Hildur fær hjálp úr óvæntri átt – Össur kemur til varnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir athugasemd við fréttaflutning – „Skjólstæðingur minn var ekki ákærður fyrir hótanir af nokkru tagi“

Gerir athugasemd við fréttaflutning – „Skjólstæðingur minn var ekki ákærður fyrir hótanir af nokkru tagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“