fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Braut framrúðu með slökkvitæki og stakk eigandann með hnífi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 18:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. september næstkomandi verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál gegn manni sem Héraðssaksóknari hefur ákært fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll.

Maðurinn er sagður hafa valdið spjöllum á bíl brotaþola með því að slá slökkvitæki nokkrum sinnum í framrúðu bílsins þannig að rúðan brotnaði. Hann hafi síðan farið heimildarlaust inn á heimili brotaþola og ráðist að honum og stungið hann tvisvar með hnífi vinstra megin í brjóstkassa. Áverkum af hnífstungunum og átökum mannanna í kjölfarið er lýst með eftirfarandi hætti í ákæru:

„…Y hlaut punktsár ofarlega á brjóstkassa niður undan holhönd í hæð við geirvörtu, örlítið punktsár neðarlega á brjóstkassa ásamt 3 sm línulaga mari eða hrufli, væg eymsli innanvert á neðri vör, örlítið hruflsár og væg eymsli á vinstri olnboga, eymsli og væga bólgu í kringum hægri þumalrót og fram á þumalinn og væg eymsli neðan við vinstri hnéskel.“

Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um skaða- og miskabætur upp á fjórar milljónir króna.

Þess má geta að málið virðist hafa dregist lengi í kerfinu en hin meintu brot voru framin þann 13. mars 2022.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“