fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Bæjarstjóra Hafnarfjarðar afhentur undirskriftalisti gegn niðurdælingu koltvísýrings í Straumsvík

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 20:30

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar var fyrr í dag afhentur undirskriftalisti vegna mótmæla íbúa gegn áformum fyrirtækisins Carbfix um stórtæka dælingu koltvísýrings í jörðu við Straumsvík en áformin hafa reynst afar umdeild. Með undirskriftalistanum er þess krafist að efnt verði til kosninga meðal íbúa Hafnarfjarðar um hvort leyfa eigi áformin falli bæjarstjórn ekki frá þeim.

Í fréttatilkynningu vegna afhendingarinnar segir að 6.090 manns hafi ritað nafn sitt á listann en ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar var Ragnar Þór Reynisson.

Enn fremur segir að skorað sé með undirskriftunum á bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar að falla frá áformum um verkefnið sem kallast Coda Terminal eða setja það í íbúakosningu. Í tilkynningunni segir einnig:

„Þetta risastóra verkefni á sér engar hliðstæður á Íslandi né í heiminum öllum og mikið um óvissuþætti sem tengjast verkefninu vegna áhrifa þess á umhverfi og íbúa bæjarins. Fyrirhugað er að dæla niður og binda í berg í mikilli nálægð við íbúðarbyggð við Vellina í Hafnarfirði, 3 milljónir tonna á ári af innfluttu koldíoxíð frá verksmiðjum í Evrópu. Íbúar hvetja bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að virða íbúalýðræðið og setja verkefnið í heild sinni í íbúakosningu.“

Undir fréttatilkynninguna rita áðurnefndur Ragnar og Arndís Kjartansdóttir, einnig íbúi í Hafnarfirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“
Fréttir
Í gær

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár