fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Sökktu djásni Pútíns í Svartahafi í annarri tilraun

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 09:00

Endar Vladimír Pútín dinglandi í ljósastaur? Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi sökkt kafbátnum Rostov on Don sem lá í höfn við Sevastopol á Krímskaga. Ef fregnirnar reynast réttar er um mikið áfall fyrir Rússa að ræða sem hafa, samkvæmt fullyrðingum Úkraínumanna, misst um þriðjung Svartahafsflota síns síðan stríðsátökin byrjuðu fyrir meira en tveimur árum.

Kafbáturinn, sem byggður var árið 2014 og tekur 52 manna áhöfn, hefur verið mikilvægur liður í hernaði Rússa og hefur Vladimir Pútín dásamað gripinn í gegnum tíðina. Úr honum hefur verið mögulegt að skjóta langdregnum  Kalibr-eldflaugum á mikilvæg skotmörk og því hafa Úkraínumenn lagt mikla áherslu á að reyna að gera hann óvirkan.

Kafbáturinn skemmdist í eldflaugaárás í september 2023 en var þá færður til hafnar og lagfærður með ærnum tilkostnaði. Rússar höfðu nýverið tekið hann aftur í gagnið og því er um talsvert áfall að ræða fyrir þá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“
Fréttir
Í gær

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna

Gagnagrunnur um þá sem „smætta“ dauða Charlie Kirk skráður á Íslandi – Hvetja til uppsagna
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“
Fréttir
Í gær

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir

Veistu hvað það eru margir maurar í heiminum? – Þeir eru mjög margir