fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Fiskikóngurinn tjáir sig um matarverð – „Glæpaverð“ fyrir lambakjöt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. ágúst 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg fisksali, oft kallaður fiskikóngurinn, segir að fiskur sé ódýrasta og hollasta fæðan sem hægt sé að kaupa inn fyrir fjölskylduna í dag.

„Engin aukaefni, engin þyngingarefni, engin niðurgreiðsla og fiskur er villibráð. Það er engin villibráð á þessu verði, hvorki hér né annarsstaðar í heiminum,“ segir Kristján í pistli þar sem hann gagnrýnir harðlega niðurgreiðslur á lambakjöti og hátt verðlag á vörunni.

Kristján segir að ef fiskur nyti sömu ríkisstyrkja og lambakjöt þá myndi kílóið kosta 500 krónur út úr verslun Fiskikóngsins. Lambakjötið sé niðurgreitt til útflutnings og síðan sé þjóðin pínd til að greiða fyrir það „glæpaverð“. Kristján segir ennfremur:

„Persónulega finnst mér lambakjöt vera afbragðsgott, en verðið sem íslensku þjóðinni er boðið uppá er galið, miðað við að styrkir til íslenskra fjárbænda eru 8-9 milljarðar á hverju einasta ári.

Ef íslenskur fiskur yrði niðurgreiddur um sömu fjárhæð, þá myndu ýsuflök kosta 500 kr út úr verslun okkar.“

Færsluna má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér