fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Bandaríkjamaður heillaður eftir pottaferð á Drangsnesi – „Við vorum öxl í öxl og þau létu mér líða eins og við værum fjölskylda“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 13:30

Pottarnir í Drangsnesi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom bandarískum ferðamanni mjög í opna skjöldu hversu opnir og vinalegir Íslendingarnir voru sem deildu með honum heitum potti í Drangsnesi í sumar. Gáfu þeir honum í vörina og djömmuðu með honum fram á rauða nótt.

Ferðamaðurinn segir frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit og spyr hvort að þetta sé venjan. Hvort Íslendingar séu allir svona vinalegir.

Segist hann hafa verið einsamall í heitum potti á Drangsnesi á Ströndum fyrir um tveimur vikum síðan þegar fleira fólk fór allt í einu að birtast. Allt í einu voru fjögur í pottinum, svo sex, svo átta, jafn vel fleiri á einhverjum tímapunkti.

„Við sátum svo þröngt að olnbogarnir snertust. Ég ákvað að segja ekkert í fyrstu og synda með straumnum. Það var heillandi að horfa á fólk tala saman á íslensku án þess að kunna tungumálið, að heyra ósögðu félagslegu blæbrigðin,“ segir ferðamaðurinn.

Fékk snus og bjór

Byrjað var að opna bjóra og hafa gaman þegar hópurinn komst loks að því að hann væri Bandaríkjamaður. Byrjuðu þau þá að tala á góðri ensku og sögðu honum að þau væru á ættarmóti.

„Þau létu mér líða eins og ég væri heiðursmeðlimur í fjölskyldunni. Þetta var það besta í heimi,“ segir ferðamaðurinn. „Þau buðu mér snus (nikótínpúða) og vitaskuld sagði ég ekki nei. Ég spurði þau hvort ég mætti fá bjór og þau gáfu mér hann með glöðu geði (takk ef þið eruð að lesa, ég veit að bjór er dýr á Íslandi.“

Vildi flytja til landsins

Sat hann með fjölskyldunni til klukkan tvö um nóttina. Flest þeirra unnu í ferðaþjónustu. Þau sögðust vera aðdáendur Bandaríkjanna og Texas en kærðu sig ekki um Breta.

„Mín helsta eftirsjá er að ég gat ekki verið lengur í pottinum. Ég þurfti að skila Duster bílnum til Reykjavíkur í hádeginu,“ segir hann. „En þetta var uppáhalds kvöldið mitt í allri tveggja vikna ferðinni.“

Spyr hann hvort að þetta sé algengt, að Íslendingum séu svona afslappaðir í heitum pottum með ókunnugum.

Við vorum öxl í öxl og þau létu mér líða eins og við værum fjölskylda,“ segir hann. Vissulega hefði bjór verið um hönd en að þetta hefði verið einstakt kvöld. „Þetta lét mig vilja búa þarna,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur