fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. júlí 2024 07:39

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um 16 til 17 ára gamlan dreng með hníf við verslun Hagkaups í Skeifunni í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var drengurinn þó ekki að hóta eða ógna með hnífnum og fannst hann ekki við leit lögreglu.

Lögregla fékk svo tilkynningu um umferðarslys þar sem önnur bifreiðin var óökufær á eftir. Annar ökumannanna var án ökuréttinda og er málið í rannsókn að sögn lögreglu.

Þá veitti lögregla ökumanni eftirför sem stöðvaði ekki þegar lögregla gaf honum merki þess efnis. Í skeyti lögreglu kemur fram að ökumaðurinn hafi þó ekki ekið yfir leyfilegum hámarkshraða og reyndi ekki að flýja lögreglu. Hann var að lokum króaður af með fleiri lögreglubifreiðum eftir nokkrar mínútur.

Útskýrði maðurinn að hann hefði verið að reyna að finna stað til að stöðva bifreiðina. Hann reyndist vera ölvaður og sviptur ökuréttindum. Hann var handtekinn en látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Lögregla handtók tvo menn sem grunaðir eru um sölu og dreifingu fíkniefna. Fíkniefni og vopn; hnífur, piparúði og rafvopn fundust við leit í bifreið mannanna sem voru vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi