fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Grímur: Þetta hefur breyst síðan hann skrifaði færsluna sem vakti athygli margra 

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, vakti athygli á dögunum þegar hann skrifaði færslu um lánakjörin á íslenskum húsnæðismarkaði. DV gerði málinu skil í lok júnímánaðar en í færslunni bar hann saman Danmörku og Ísland og tók dæmi um 60 milljóna króna eign, þar sem útborgun var 10 milljónir króna og lánið til 30 ára.

Til að gera langa sögu stutta eru lánskjörin sem bjóðast á Íslandi öllu verri en hjá frændum vorum í Danmörku og benti Grímur á að lántakandi á Íslandi sem tekur óverðtryggt lán þurfi að borga 97% meira til lánastofnunarinnar en lántaki í Danmörku.

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

„Hann þarf í ofanálag að borga 68% hærri afborganir en sá danski. Hafi hann tekið verðtryggt lán þarf hann að borga 140% meira til lánastofnunarinnar en sá sem tók lánið í Danmörku,“ sagði hann.

Í færslu í morgun skrifaði hann svo um það sem hefur breyst á þessum tæpa mánuði sem liðinn er síðan hin færslan birtist. Óhætt er að segja að fátt hafi breyst til batnaðar.

Benti hann á að Icelandair og Play séu komin í ákveðinn vanda, ferðamenn séu ekki jafn áfjáðir í að koma til landsins og menn héldu, verðbólga hafi farið úr 5,83% í 6,28% og stýrivextir séu enn 9,25%. „Og KS gleypti norðlenska kjarnafæðið í kjölfar nýrra laga sem einhverra hluta var algjört möst að troða í gegnum þingið í vor. Það er algjörlega á kristaltæru fyrir hverja þetta furðuefnahagskerfi er skrúfað saman. Á meðan borgar almenningur brúsann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim