fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 13:33

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Moskvu, höfuðborg Rússlands, hafa boðið þeim íbúum borgarinnar sem skrá sig í herinn rétt um þrjár milljónir króna beint í vasann. Rússar leita nú leiða til að efla herafla sinn í Úkraínu og er þetta liður í því.

CNN greinir frá þessu og segir að Rússar hafi átt erfitt með að fá fólk til að skrá sig í herinn að undanförnu.

Það var borgarstjóri MoskvuSergey Sobyanin, sem kynnti greiðslurnar í gær og getur hver sá sem skráir sig í herinn vænst þess að fá þrjár milljónir króna við undirskrift samnings. Á einu ári geta samanlagðar greiðslur numið rúmum átta milljónum króna.

Þá geta þeir hermenn sem slasast vænst þess að fá allt að eina og hálfa milljón króna í bætur og fjölskyldur þeirra hermanna sem deyja á vígvellinum geta átt von á því að fá rúmar fimm milljónir króna í bætur.

Óvissa ríkir um hversu margir rússneskir hermenn hafa dáið í Úkraínu en samkvæmt frétt CNN er áætlað að 70 þúsund hermenn hafi dáið eða slasast í maí og júnímánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Messi að skrifa undir
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu

Viðskiptaráð segir gífurlega og áhættulausa hagnaðarvon fólgna í olíuleit á Drekasvæðinu
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“