fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 08:23

Yostin Andres Mosquera er grunaður um morðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa borið kennsl á líkamsleifar tveggja manna sem fundust í ferðatöskum við fræga brú í borginni Bristol. Um er að ræða tvo karlmenn, hinn 71 árs gamla breska ríkisborgara Paul Longworth og hinn 62 ára gamla Frakka, Albert Alfonso, sem nýlega hafði öðlast breskan ríkisborgararétt. Menninir voru fyrrum ástmenn en þrátt fyrir að glæðurnar í sambandi þeirra hafi kulnað bjuggu þeir enn saman í íbúð Longworth í Sheperds Bush-hverfi Lundúnna. Daily Mail fjallar um málið og birtir myndir af mönnunum.

Málið hefur vakið mikla athygli en í áðurnefndri íbúð er talið að mennirnir hafi verið myrtir, lík þeirra sundurlimuð og þeim komið fyrir í ferðatöskunum sem síðar fundust við brúnna í Bristol.

Yostin Andres Mosquera, sem er 34 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir morðið. Hann þekkti mennina og bjó á heimili þeirra um tíma.

Sjá einnig: Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist