fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. júlí 2024 13:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hlutu báðir skilorðsbunda fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Játuðu þeir sök sína í máli sem snerist um að þeir hafi skilið skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF í sjávarháska eftir að hafa siglt á bátinn.

Skipstjórinn, Eduard Dektyarev, hlaut 12 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm en hann var bæði drukkinn og undir áhrifum fíkniefna þegar áreksturinn átti sér stað. Stýrimaðurinn, Alexander Vasilyev hlaut átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Saksóknari hafði farið fram á þessa refsingu skipstjórans en krafist þess að stýrimaðurinn yrði dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Þá þurfa mennirnir að greiða samtals 2,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dektyarev um 1,3 milljónir en Vasilyev rúmlega 1,2 milljónir.

Fram hefur komið að Vasilyev áttaði sig á árekstrinum og lét Dektyarev skipstjórann vita. Hann fyrirskipaði stýrimanninum að halda áfram för fraktskipsins. Voru þeir báðir ákærðir fyrir að hafa stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu á ófyrirleitinn hátt sem og broti á siglingalögum.

Athygli vekur að það tók innan við 2 mánuði að rannsaka, ákæra og dæma í málinu

Hér má lesa dóm Héraðsdóms Reykjaness.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“