fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Hjólahvíslarinn ánægður – „Farið að rofa til í þeim málum loksins“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. júlí 2024 13:30

Bjartmar Leósson - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson er þekktur hér á landi og raunar víðar um heim fyrir ötulla baráttu sína fyrir því að koma reiðhjólum og öðrum verðmætum sem stolið hefur verið aftur í hendur réttmætra eigenda. Vegna þessa hefur hann hlotið viðurnefnið hjólahvíslarinn. Eins og Bjartmar hefur margsinnis bent á hafa þau þjófnaðarmál sem hann hefur haft afskipti af ekki síst tengst fólki með alvarlegan fíknivanda. Bjartmar hefur kynnst mörgu af þessu fólki þegar hann hefur endurheimt verðmæti sem það hefur stolið og talað fyrir nauðsyn þess að bæta meðferðarúrræði fyrir þennan hóp stórlega. Það sé það eina sem dugi til að draga úr þessum þjófnuðum. Í Facebook-færslu fyrr í dag lýsti Bjartmar ánægju með að merki séu á lofti um að eitthvað sé að rofa til í þessum efnum.

Í færslunni deilir Bjartmar facebook-færslu meðferðarheimilisins í Krýsuvík en þar er deilt frétt Vísis en þar er rætt við Elías Guðmundsson framkvæmdastjóra Krýsuvíkursamtakanna. Elías greinir þar meðal annars frá því að meðferðarrýmum hafi verið fjölgað, í kjölfar nýs samings við stjórnvöld, sem geri það mögulegt að stytta biðlista. Einnig segir Elías að meðferðin í Krýsuvík verði framvegis kynjaskipt og sérstök kvennadeild hafi verið útbúin á heimilinu.

Bjartmar lýsir yfir ánægju sinni með þessar breytingar í Krýsuvík í færslu í Facebook-hópnum Hjóladót o.fl.-Tapað, fundið, eða stolið:

„Allir þessir þjófnaðir eru eins og ég hef áður sagt nátengdir fólki með fíknivanda, sem hefur leiðst inn á þessa braut. Við getum endalaust verið að eltast við þýfi, en það mun í raun ekkert breytast af alvöru fyrr en meðferðarmál verða færð í gott lag. Það mun hafa bein áhrif á það sem við gerum hér á þessari síðu. Í fréttinni … má klárlega sjá að það er farið að rofa til í þeim málum loksins. Frábært, meira svona takk!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“